Um vefinn
Verkefnið Stafræn tækni og textílmennt fór í gang vorið 2021. Það hlaut styrk úr þróunarsjóði Garðabæjar skólaárið 2022-2023. Þá var þessi vefur hannaður og settur upp. Árið á unda var búið að gera drög að kennsluáætlun og verkefnum og prufukeyra þau. Á þróunarárinu voru unnar ítarlegar kennslulýsingar, tekin upp kennslumyndbönd sem aðallega snerust um saumavélarnar og grunnatriði varðandi Cricut vélina. Einnig var kennsluáætlun uppfærð.
Skólaárið 2023-2024 fékkst viðbótarstyrkur til að bæta við kennslumyndböndum í tengslum við Cricut. Þá var áhersla lögð á Design Space hugbúnaðinn og það helsta sem nemendur þurfa að hafa tök á í tengslum við hönnun.
Umsjón með verkefninu og vefnum hafa:
Ester Jónsdóttir
Textílmenntakennari og dönskukennari
Hofsstaðaskóla í Garðabæ
Elísabet K. Benónýsdóttir
Kennsluráðgjafi í tölvu - og upplýsingatækni
Hofsstaðaskóla í Garðabæ