Smiðjan
Kennslufyrirkomulag
Nemendur koma í textílmennt í 4 kennslustundir á viku í lotum sem vara u.þ.b. 6 vikur. Í smiðujulotunni hjá 7. bekk er miðað við að allir nemendur vinni a.m.k. eitt saumaverkefni og merki afurðina með fatafilmu. Nemendur læra að nota Cricut vélina og geta útbúið filmur á veggi, gólf og ýmsa hluti eða merkt afurðir eða flíkur sem þeir koma með að heiman og vilja gefa nýtt líf.
Mikilvægt er að nemendur séu sem sjálfstæðastir í sinnu vinnu þannig að tími þeirra og kennarans nýtist sem best. Hér á vefnum eru myndbönd sem þeir geta nálgast bæði í tengslum við Cricut vélina og saumavélina.
Hæfniviðmið
Útskýrir og sýnir vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd til afurðar
Tekur tillit til annarra í hópvinnu og sýnir frumkvæði
Beitir grunnaðferðum og áhöldum í völdum viðfangsefnum
Gerir sér grein fyrir helstu hugtökum sem tengjast greininni
Sýnir ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang
hugmyndir að saumaverkefnum
Koddaver 50X70 cm
Púði
Íþróttapoki/poki fyrir síma/ ear pods
Snyrtibudda
Pennaveski
Endurhönnun
Nemendur geta komið með að heiman:
Boli
buxur
hettupeysur
poka
Annað sem þeim detttur í hug
Nemendur geta auk þess unnið með vegg/gólf filmur og sett á ýmsa staði eða hluti. Hinn almenni kennari getur líka stutt við nemendur við að hanna ýmsar merkingar, orð eða mælieiningar sem má svo nýta í fjölbreyttri kennslu, t.d. merkja umhverfi með orðum á íslensku og öðrum tungumálum, í ýmiskonar nýsköpunarvinnu o.fl. Með þessu móti eru verkgreinar og sköpun í auknu mæli samþættar öðrum greinum.