Hvað er Cricut?

Cricut Maker

Cricut er stafræn skurðarvél sem er fær um að skera mörg mismunandi efni sem hægt er að nota á ýmsan hátt í handverki. Hægt er að skera efni eins og pappír, vínyl (á vegg og fatnað) og með réttum skurðarblöðum geta sumar Cricut vélar einnig skorið filtefni, balsavið, dúka, leður og kork.

Hvernig vinn ég með Cricut?

Cricut Design Space er hugbúnaður sem fylgir með skeranum. Hugbúnaðurinn er veflægur og á skólinn notanda sem við skráum inn þegar við notum skerann í kennslu. Það er gert til að minnka áhættu með notkun hugbúnaðarins skv. áhættumati.

Hugbúnaðurinn er einnig til fyrir ipad tæki og þá er viðmótið mjög svipað en ekki nákvæmlega eins. Þá er prentarinn tengdur í gegnum Blutooth.

Mottur og hnífar
Allt efni sem á að vinna með er sett á þar til gerðar mottur og velja þarf rétta hnífa eða hjól.

Í Hofsstaðaskóla eru til tvær Cricut vélar sem ákveðið var að staðsetja í textílmenntarstofunni með það að markmiði að samþætta textílmennt og upplýsingatækni þ.e. að nýta stafræna tækni í textílmennt. Ýmsir fjölbreyttir og skemmtilegir möguleikar eru í boði til að samþætta stafræna tækni og handverkið á skapandi hátt. Áhugi var á því að innleiða nýja kennsluhætti og nýja nálgun og veita nemendum tækifæri til að útfæra verkefni sín á fjölbreyttari hátt. Lögð var áhersla á endurnýtingu þ.e. að gefa eldri hlutum nýtt líf og að vekja áhuga á textílmennt hjá þeim sem eru áhugalitlir með því að víkka sjóndeildarhring þeirra og tengja við þeirra áhugasvið.


Skólinn á tvo Cricut skera (cutting plotter) en hann tilheyrir tegund af tækjum sem nefnast skurðarplotterar. Með Cricut er mögulegtað skera út í ýmis konar efni með hnífsblaði sem hreyfist við yfirborðið. Dæmi um efni sem m.a. er hægt að nota er: pappír, pappi, vínyll, textílefni, filt o.fl. Vélin hentar einstaklega vel í vinnu með ungum nemendum því hún er tiltölulega einföld í notkun. bæði er hægt að skera út fatalímmiða til að strauja á textíl og einnig er hægt að nota vélina til að skera út efni eða teikna á það. Þessa tækni viljum við færa nemendum til að auðga eigin verkefni og að færa gamlan textíl í endurnýjaðan búning.

Cricut vélin notar sinn eigin hugbúnað sem heitir Cricut design Space þar sem hægt er að hlaða inn SVG (vektor), jpg skrám eða hanna í forritinu sjálfu.

Hugbúnaðurinn er notendavænn og því ákjósanlegur með nemendum á þessu aldursstigi (miðstigi)


Fyrstu skrefin

Design Space

Mottur, hnífar og aðrir fylgihlutir

Leturgerðir