Til eru ýmsar mismunandi gerðir og stærðir af mottum. Á myndinni má sjá fjórar tegundir af mottum í stærðinni 30x30 cm sem við notum mest.: Fabric og svo með mismunandi sterkum límeiginleikum (Strong grip, standard og light). Eins er hægt að fá lengri mottu.
Til eru margir mismunandi plokkarar. Hver og einn verður að finna hvað honum hentar.
Spaðana er gott að nota þegar verið er að setja upp vinyl á veggi eða aðra slétta fleti. Einnig nýtast þeir vel til að ná upp vinyl.
Gott að hafa þetta litla gúmmíbox til að geta stungið plokkaranum ofan í og losað sig við vinyl sem verið er að kroppa.