Hagnýtt

Hvar er hægt að kaupa filmur?

Filmur er hægt að kaup hjá nokkrum aðilum t.d. Enso og Elko . Einnig er hægt að panta filmur á netinu t.d. hjá Amazon eða Aliexpress. 

Við höfum mest versla filmur hjá Enso.

Leturgerðir

dafont.com er vefsíða þar sem hægt er að nálgast alls konar leturgerðir. Þeim er hlaðið niður á tölvuna og hægt að nota í Design space. Athuga með íslenska stafi. Ekki allar leturgerðir sem innihalda þá. Wordmark.it er síða sem auðveldar okkur að velja leturgerð fyrir verkefnið  okkar. Þar getum við prófað að skrifa texta og  við sjáum hvernig hann kemur út.

Mögulegt er að sækja Character Map (UWP) í Microsoft store-Stafakort til að sjá hvort íslensku stafirnir séu til. Einnig nýtist stafakortið okkur til að finna skemmtileg tákn eða stafi sem við getum límt inn í Design Space. Dæmi um þetta er Josephsophia leturgerðin en þar er hægt að fá hjörtu og lykkjur á stöfum. Þetta má sjá nánar í kennslumyndbandi hér á vefnum.