Verklýsingar
Kennsluleiðbeiningarnar eru ætlaðar sem stuðningur við að tileinka sér hæfnina við að nota búnaðinn í tengslum við textílvinnu og eru settar upp sem skref fyrir skref leiðbeiningar frá hugmynd til afurðar með áherslu á sköpun. Gefinn er innblástur fyrir verkefnum, en hægt er að aðlaga verkefnin að mismunandi hugmyndum, og getu þess hóps sem um ræðir.
Kennsluáætlunin sem hefur verið prófuð miðaðist við 7. bekk í smiðju þar sem lögð var áhersla á að allir nemendur ynnu að minnsta kosti eitt saumaverkefni en að þeir hefðu nokkuð val að öðru leyti hvaða verkefni þeir tókust á við. Nemendur voru einnig hvattir til að gefa gömlum hlutum nýtt líf þ.e. koma t.d. með hettupeysur, buxur eða annað sem þeim langaði til að breyta og/eða pressa á logo, texta og/eða myndir.
Markmiðið er að kennslan sé nemendamiðuð þ.e. að nemendur séu sjálfstæðir í vinnu og nýti kennslumyndböndin og verklýsingar til að vinna saumaverkefnin. Spyrðu tvo og kennarann svo!