Cricut í textílmennt


Nemendur í 7. bekk Hofsstaðaskóla við Cricut skerana í textílmennt



Samþætting textílmenntar og upplýsingatækni

Ýmsir fjölbreyttir og skemmtilegir möguleikar eru í boði til að samþætta stafræna tækni og handverkið á skapandi hátt. Hugmyndin er að þróa áfram smiðju í 7. bekk þar sem áhersla er lögð á samþættingu stafrænnar tækni og textílmenntar.

Í Hofsstaðaskóla fórum við þá leið að breyta áherslum og þróuðum vinnu með nemendum sem taka mið af nýtingu tækninnar. Nútíma tækni í textíl í bland við hefðbundnar aðferðir er það sem við viljum efla á komandi árum.

Markmið verkefnisins er að skapa rými þar sem nemendur fá tækifæri til að láta sköpunargleðina njóta sín,Þeir læri að nota Cricut Maker og kynnast ýmsum efnum, verkfærum, tólum, tækjum og tækni. Nemendur munu í kennslustundum í textilmennt sameina tæknilegar framleiðsluaðferðir og sköpunarhæfni og hlúa að hugviti og lausnaleit.

Með þessum vef og örnámskeiðum fyrir starfsfólk er stefnt að því að efla þekkingu og færni starfsmanna innan skólans við að nýta cricut skerann í kennslu og fjölga þar með tækifærum nemenda til að nýta sér tækið og möguleika þess og um leið efla lærdómsamfélagið okkar með því að fá viðkomandi kennara sem kann á tækið til að halda námskeið og kenna fleirum.

Meginmarkmið námskeiðanna er m.a. að hópur kennara öðlist færni og þekkingu til þess að nýta vínilskera í kennslu sinni.